Rannsóknir

Image
flimtan og fáryrði

Rannsóknir

Stofur

Við Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands hafa verið stofnaðar þrjár rannsóknastofur: Rannsóknastofa um framúrstefnu, rannsóknastofa í hugrænum fræðum og rannsóknastofa í minni og bókmenntum.

Markmið og tilgangur rannsóknastofanna er að leiða saman fræðimenn úr ólíkum greinum, skipuleggja rannsóknaverkefni og eiga aðild að þeim, standa fyrir ráðstefnum og málstofum, stuðla að samstarfi við stofnanir innan og utan Háskóla Íslands, beita sér fyrir útgáfu fræðilegs efnis og stuðla að kennslu og kennaraskiptum á fræðasviðinu.

Rannsóknarverkefni

Fjöldi rannsóknarverkefna eru unnin innan vébanda stofnunarinnar eða í tengslum við hana þar sem hópur innlendra og erlendra fræðimanna taka þátt ásamt nýdoktorum og doktorsnemum.

Vefsvæði rannsóknarverkefnisins „Stutt við fjölbreytni undir ógn: Tungumál og miðaldabókmenntir.“