Bókmennta- og listfræðastofnun er vettvangur rannsókna og útgáfu á sviði íslenskra bókmennta, almennrar bókmenntafræði, kvikmyndafræði, listfræði, menningarfræði, ritlistar og þýðingafræði. Unnið er að margvíslegum verkefnum á vegum stofnunarinnar og má þar nefna þýðingar, ritstjórn og útgáfu bókmennta og fræðirita. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum um bókmenntir, ritlistir og bókmenntafræði.

Að Bókmennta- og listfræðastofnun standa allir fastráðnir starfsmenn í Íslensku- og menningardeild sem sinna kennslu og rannsóknum á sviði bókmennta og annarra listgreina við Háskóla Íslands.