Útgáfustyrkir handa félögum
Viðmið um útgáfustyrki Bókmennta- og listfræðastofnunar
28. febrúar 2022
Hverjir geta sótt um útgáfustyrk BL
Allir fastir félagar stofnunarinnar hafa rétt á að sækja um styrk til bókaútgáfu á fagsviði BL. Með föstum félögum er átt við þá sem hafa atkvæðisrétt á fundum stofnunarinnar samkvæmt reglum. Umsækjandi verður að vera félagi í BL þegar styrkur er greiddur út.
Hvað er styrkt
Styrkir eru veittir til útgáfu bóka á fagsviði stofnunarinnar (þ.e. íslenskar bókmenntir, bókmenntafræði, kvikmyndafræði, listfræði, menningarfræði, ritlist og þýðingafræði).
Styrkupphæð
Hámarksstyrkhæð er 500.000 fyrir hverja útgefna bók, en heildarupphæð styrkja skal aldrei fara yfir 75% af ráðstöfunarfé stofnunarinnar á hverju ári.
Umsóknarfrestur
Skilafrestur styrkumsókna verður á fyrri hluta árs þegar fjárveiting liggur fyrir, en þó ekki síðar en 1. maí.
Umsóknarferli
Félagar senda formlega umsókn til stjórnarformanns BL fyrir umsóknarfrest hvers árs þar sem kemur fram:
- Titill bókar, höfundur/ritstjóri, útgáfufyrirtæki, áætluð dagsetning útgáfu
- Efnisyfirlit bókar/uppkast að handriti
- Afrit af samningi við útgáfufyrirtæki til staðfestingar útgáfu
Útgáfustyrkur verður greiddur til útgefanda eða höfundar (sem þarf þá að leggja fram staðfestingu á kostnaði) við útgáfu bókar.
Skilyrði fyrir styrkveitingu
Drög að handriti þurfa að liggja fyrir til samþykkis styrkveitingu. Gert er ráð fyrir að styrkt bók komi út fyrir árslok árið eftir að vilyrði fyrir styrk var veitt, ellegar fellur styrkveiting niður. Allar útgáfur sem styrktar eru af hálfu BL skulu bera merki hennar.