Um okkur

Image
Í Árnagarði

Um okkur

Bókmennta- og listfræðastofnun er vettvangur rannsókna og útgáfu á sviði íslenskra bókmennta, almennrar bókmenntafræði, kvikmyndafræði, listfræði og menningarfræði.

Unnið er að margvíslegum verkefnum á vegum stofnunarinnar og má þar nefna þýðingar, ritstjórn og útgáfu bókmennta og fræðirita. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum um bókmenntir og bókmenntafræði.

Sjá nánar um hlutverk stofnunarinnar í starfsreglum hér á heimasíðunni.

Að Bókmennta- og listfræðastofnun standa allir fastráðnir starfsmenn í Íslensku- og menningardeild sem sinna kennslu og rannsóknum á sviði bókmennta og annarra listgreina við Háskóla Íslands.

Bókmennta- og listfræðastofnun gefur út níu ritraðir sem eru tilgreindar undir útgáfur á vefnum.

Hver ritröð lýtur sjálfstæðri ritstjórn en ritstjórar eru skipaðir af stjórn stofnunarinnar. Auk ritraðanna gefur stofnunin út valdar bækur um bókmenntafræði, listfræði, kvikmyndafræði, leikhúsfræði, ritlist og skyldar greinar (sjá Önnur rit). Meðal stórra verkefna sem nú er unnið að á vegum stofnunarinnar er Alfræði íslenskra bókmennta, sem er lexíkon um bókmenntaverk, rithöfunda (innlenda og erlenda), þýðendur, fræðimenn, hugtök og ýmsa aðra þætti íslensks bókmenntalífs. Ábyrgðarmaður verkefnisins er Ástráður Eysteinssonar, en á liðnum árum hafa margir komið að öflun og ritun efnis í það, þar á meðal fræðimenn og nemendur við Háskóla Íslands. Garðar Baldvinsson bókmenntafræðingur vann lengi að þessu langtímaverkefni með Ástráði og átti þátt í að þróa það með honum.

Bókmennta- og listfræðastofnun hefur aðsetur innan veggja Hugvísindastofnunar (sbr. 4. gr. reglna um Hugvísindastofnun Háskóla Íslands) í Aðalbyggingu HÍ við Sæmundargötu, 102 Reykjavík.

Stjórnarformaður Bókmennta- og listfræðastofnunar er Rúnar Helgi Vignisson (rhv@hi.is).

Umsjón með dreifingu útgáfurita stofnunarinnar hefur Háskólaútgáfan.