Vísnabók Guðbrands

Fyrir íslenska bókmenntasögu er Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar, sem fyrst kom út árið 1612, líklega þýðingarmesta rit sem Guðbrandur biskup gaf út að Biblíunni undanskilinni.

Guðbrandur Þorláksson (1541 – 20. júlí 1627) var biskup á Hólum frá 8. apríl 1571 til dauðadags. Hann þótti vera einn mesti lærdómsmaður á Íslandi, einn af fulltrúum húmanismans og hafði mikinn áhuga á landafræði, stærðfræði og stjörnufræði. Hann stóð að umfangsmikilli prentun á Hólum og viðamikilli biblíuútgáfu með gerð Guðbrandsbiblíu árið 1584.

Höfundur: Jón Torfason, Kristján Eiríksson og Einar Sigurbjörnsson sáu um útgáfuna
ISBN: 9979-90117-9
Blaðsíðufjöldi: 491
Útgáfuár: 2000