Útisetur - samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar

Hér birtist ritdeila frönsku heimspekinganna Michels Foucaults og Jacques Derrida um sturlunar-hugtakið, merkingu þess og birtingarmyndir í menningu og skrifum.

Hér eru þýddir kaflar úr bók Foucaults, Histoire de la folie, ásamt gagnrýni Derrida, "Cogito og saga sturlunar". Jafnframt er hér svar Foucaults, "Líkami minn, þetta blað, þessi eldur", svo og grein Soshana Felman um deiluna. Í ítarlegum eftirmála gerir ritstjóri grein fyrir tildrögum og afleiðingum þessarar merku ritdeilu.

Þýðendur eru Ólöf Pétursdóttir og Garðar Baldvinsson.

Útisetur er 10. bindi í röðinni Fræðirit. Ritstjórar eru Ástráður Eysteinsson og Matthías Viðar Sæmundsson. Bókmenntafræðistofnun

Höfundur: Matthías Viðar Sæmundsson ritstjóri

Útgáfuár: 1998

Blaðsíðufjöldi: 354

ISBN:9979-54-260-8