Um kveðskap á þjóðtungu

Dante Alighieri, höfundur Kómedíunnar (La commedia), skrifaði þessa latnesku ritgerð á fyrstu útlegðarárum sínum frá Flórensborg í upphafi 14. aldar.

Hann gerist fræðilegur málsvari kveðskapar á þjóðtungu á tímum þegar latínanvar allsráðandi sem menntamál í Evrópu. Ritið er því merkileg heimild um þróun móðurmálshreyfinga á Vesturlöndum, að ekki sé minnst á mikilvægi þess fyrir skilning á skáldskap Dantes sjálfs.

Það er forvitnilegt til samanburðar við bókmenntir Íslendinga, enda verður ekki betur séð en að hliðstæð úrlausnarefni hafi beðið miðaldahöfunda hér á landi þegar þeir fóru að færa í letur sögur og ljóð á þjóðtungu sinni.

Þýðandi: Kristján Árnason.

Ritstjóri: Gottskálk Jensson.