Header Paragraph

Um hlutverk tilviljunar í norrænum konungasögum

Image

Jan Alexander van Nahl, dósent í íslensku- og menningardeild, flytur fyrirlestur í fyrirlestraröð Bókmennta- og listfræðastofnunar þann 1. mars í Árnagarði, stofu 311.

Norrænar konungasögur hafa hingað til fyrst og fremst verið notaðar sem heimildir um raunverulega þróun í pólitík og samfélagi á miðöldum. Samkvæmt þeirri skoðun er saga Norðurlanda beintengd hæfni einstakra drottnara sem settu svip sinn á löndin. Varla hefur verið tekið tillit til þess að margir viðburðir sem konungarsögurnar segja frá sýna beinlínis vanmátt konunganna andspænis óvæntum atburðum. Í nýjustu bók sinni leggur Jan því til að sögurnar verði lesnar í ljósi byltinga í pólítik, samfélagi, heimspeki og vísindum sem áttu sér stað í Evrópu á 12., 13. og 14. öld, þegar konungasögurnar urðu til. Frá því sjónarhorni eru þessar sögur engar frægðarsögur heldur bókmenntaleg og mannfræðileg tilraun til að ráða við óvissu, hendingu og kvíða í sögu Norðurlanda.

Image