Tveggja heima sýn - Saga Ólafs Þórhallasonar og þjóðsögurnar

Úr formála: „Hvernig skáldar 18. aldar maður um álfa? Maður sem sjálfur lifir á tímum lifandi þjóðtrúar í landinu? Hvernig fer sá hinn sami að því að skálda upp úr og í kringum þjóðsögur; sögur sem hafa lifað með Íslendingum öldum saman lítt eða ekkert breyttar? Og enn má spyrja: Hvernig lýsir 18. aldar höfundur veruleika sínum í skáldsögu? Þessar og þvílíkar spurningar brunnu á mér er ég í fyrsta sinn las um þá sérstæðu sögu, sem hér er til umfjöllunar, Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal…“

Studia Islandica nr. 53.

Höfundur: María Anna Þorsteinsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 288
Verknúmer:
ISBN: 9979-54-139-3