Túlkun Heiðarvígasögu

Studia Islandica 50

Úr kafla IV, Að leiðarlokum: „Heiðarvígasaga hefur yfirleitt verið talin ótúlkanleg ófriðarsaga, þar sem hin epíska frásögn væri óblandaður samtíningur fornra tíðinda, sem snerust að mestu leyti um tvo vígamenn og afrek þeirra á söguöld. Ég hef hins vegar leitast við að leiða rök að því, að sú skoðun væri reist á sandi. Sagan geymi þess í stað hulda dóma, sé túlkanleg og flytji boðskap, sem sóttur verði til hugsunarháttar og baráttu líðandi stundar. Höfundur mælir varnaðarorð til samferðamanna sinna þess efnis, að guðslög banni, að þeir taki menn af lífi að ósekju.“

Höfundur: Bjarni Guðnason
Blaðsíðufjöldi: 287
Verknúmer:
ISBN:9979-9011-3-6