Trú í sögum
Um heiðni og kristni í sögum og samtíma Gunnars Gunnarssonar
Þegar félagslega skáldsagan ruddi sér til rúms í Evrópu skrifaði Gunnar Gunnarsson sögulegar skáldsögur í anda rómantískrar fortíðarhyggju þar sem átök heiðni og kristni eru snar þáttur. Þessi sérstaða hans vekur ýmsar spurningar. Hvað í samtímunum knúði hann áfram? Voru trúarátök ef til vill nærtæk í samtíma hans.
Trú í sögum eftir Höllu Kjartansdóttur fjallar um trúarátök í sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnarssonarm frá fjórða áratugnum. Þessi þáttur varpar ljósi á sögusýn og hugmyndalega stöðu Gunnars og skírskortar til samtíma hans með beinum hætti.
Með sögulegu skáldsögunum skrifar Gunnar sig rakleitt inn í bókmenntahefð norrænnar þjóðernisrómantíkur þótt sögurnar hafi einnig að geyma endurmat á rómantískum sagnaheimi.
Halla Kjartansdóttir er MA í íslenskum bókmenntum og bókin Trú í sögum er unnin upp úr lokaverkefni hennar við Háskóla Íslands.
Ritröðin Studia Islandica, íslensk fræði, 56. hefti. Ritstjóri er Vésteinn Ólason.
Höfundur: Halla Kristjánsdóttir
Útgáfuár: 1999
Blaðsíðufjöldi: 168
ISBN:9979-54-367-1