Header Paragraph

Tóma rýmið endurútgefið

Image
Tóma rýmið

Bókin Tóma rýmið eftir breska leikstjórann Peter Brook seldist upp á dögunum en hefur nú verið endurútgefin í rafrænu formi á vef Háskólaútgáfunnar. Íslensk útgáfa bókarinnar kom út í þýðingu Silju Bjarkar Ó. Huldudóttur, sem einnig ritar inngang, árið 2003. Ritstjóri var Guðni Elísson. Bókmennta- og listfræðastofnun gaf út.

Peter Brook hefur haft ótvíræð áhrif á vestrænan leikhúsheim. Allt frá því hann leikstýrði fyrstu uppfærslu sinni fyrir rúmum sextíu árum hefur hann verið óþreytandi í leitinni að sérkennum leikhússins. Í frægustu bók sinni, Tóma rýminu, skrifar Brook af einstakri þekkingu um reynslu sína af leikhúsinu, sýn sína á æfingaferlið og tengslin við áhorfendur.

Sjá nánar á síðu Háskólaútgáfunnar

Image
Tóma rýmið