Svört sól

Julia Kristeva er fransk-búlgarskur bókmenntafræðingur og sálgreinandi.
Í bókinni Svört sól fjallar hún um hlutverk sorgar og þunglyndis í listsköpun. Hún vísar bæði til reynslu sinnar sem starfandi sálgreinandi og víðtækrar þekkingar á vestrænum bókmenntum, veraldlegum og trúarlegum.

Julia Kristeva byggir á kenningum Freuds, Lacans og Melanie Klein en hefur þróað sína eigin útgáfu af sálgreiningunni. Kenningar hennar hafa haft mikil áhrif á umræðu um menningu og listir á Vesturlöndum síðustu þrjá áratugi.

Í bókinni greinir hún m.a. myndlist Holbeins, ljóðlist Nervals, sagnagerð Dostojevskís og kvikmyndir Marguerite Duras.

Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.

Ritstjóri Dagný Kristjánsdóttir.