Stríð og kvikmyndir

Í Stríð og kvikmyndir fjallar Paul Virilio um skilgreiningar á stríðsvettvangi út frá sjónskynjun, og sýnir hvernig herkænska nýtir sér í síauknum mæli tækni kvikmyndalistarinnar til að skipuleggja átök og átakasvæði.

Rætt er um einstök tækniafrek í sögu kvikmyndagerðar, allt frá loftmyndatækni Nadars 1858 til þeirrar tæknihyggju sem einkenndi seinna stríð og kalda stríðið, ekki síst hvernig stórveldin hafa nýtt sér kvikmyndatækni til njósna og hernaðarskipulags.

Stríð og kvikmyndir spáði fyrir um tölvuleikjaform Flóabardaga og vekur upp áleitnar spurningar um tengsl sjóntækni, stríðs og trúarbragða.

Þýðendur: Bergljót S. Kristjánsdóttir, Elísabet Snorradóttir, Friðrik Rafnsson, Gauti Kristmannsson og Gunnar Harðarson

Ritstjóri: Bergljót S. Kristjánsdóttir

Höfundur: Paul Virilio

ISBN: 9979-9608-4-1

Blaðsíðufjöldi: 159