Strengleikar

Strengleikar eru safn smásagna um ástir og ævintýri riddara og hirðmeyja.

Sögurnar, sem eru 21 að tölu, voru upphaflega skrifaðar fyrir franskt hirðfólk á 12. öld, en þó að efnið sé gamalt fjalla þær um sams konar vandamál og fólk glímir við á okkar dögum og varða ást og hatur, hjónaband, framhjáhald, ófrjósemi, ofríki og ofbeldi.

Sögurnar voru þýddar úr frönsku yfir á norrænu á 13. öld og Íslendingar, sem ávallt hafa kunnað að meta góðar bókmenntir, lásu þær og lögðu út af þeim í eigin verkum.

Útgáfan er ætluð almenningi og henni fylgja bæði ítarlegar skýringar og fróðlegur inngangur eftir dr. Aðalheiði Guðmundsdóttur sem bjó textana til prentunar. Strengleikar koma út á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands í ritröðinni Íslensk rit undir ritstjórn Sveins Yngva Egilssonar. Bókin er innbundin, 182 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Viðmiðunarverð er 4.900 kr.

ISBN 9979-9774-0-X
ISBN 978-9979-9774-0-7