Spor í bókmenntafræði 20. aldar - frá Shklovskíj til Foucault
Þær tíu ritgerðir sem hér birtast í íslenskri þýðingu hafa hver á sinn hátt markað spor í sögu bókmenntafræðinnar á þessari öld og hnikað til orðræðukerfi hennar.
Er því full ástæða til að ætla að útgáfa þeirra hér reynist íslenskri bókmenntaumræðu nokkur fengur, ekki síst þar sem kapp hefur verið lagt á að vanda sem best til þýðinganna.
Ritgerðirnar eru:
- Viktor Shklovskíj: Listin sem tækni.
- T.S Eliot: Hefðin og hæfileiki einstaklingsins.
- Claude Lévi-Strauss: Formgerðargreining goðsagna.
- Roman Jakobson: Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti?
- Julia Kristeva: Orð, tvíröddun og skáldsaga?
- Jacques Derrida: Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna.
- Umberto Eco: Um möguleikana á því að mynda fagurfræðileg boð á enskri tungu.
- Roland Barthes: Dauði höfundarins.
- Roland Barthes: Frá verki til texta.
- Michel Foucault: Skipan orðræðunnar.
Höfundur: Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir ritstjórar
Útgáfuár: 1991
Blaðsíðufjöldi: 226
ISBN:9979-9011-0-1