Söngvarnir frá Písa

Söngvarnir frá Písa teljast til stórvirkja í ljóðabókmenntum Vesturlanda og eru að margra mati hápunkturinn í hinu mikla æviverki Ezra Pound sem hann nefnir Cantos.

Ljóðaflokkurinn er ortur í fangabúðum Bandaríkjahers norðan við Písa á Ítalíu 1945, en þar sat Pound um nokkurra mánaða skeið, ákærður fyrir landráð og með dauðadóm vokandi yfir sér. Hann gerir upp líf sitt og les brot úr því saman við rústir Evrópu sem og við leiftur úr liðinni sögu og þá goðsagnakjarna sem hann taldi óforgengilega.

Þýðandi er Magnús Sigurðsson sem einnig ritar ítarlegan inngang.

Ritstjóri: Ástráður Eysteinsson
Þýðandi: Magnús Sigurðsson
Höfundur: Ezra Pound
Útgáfuár: 2007
ISBN: 978-9979-9774-3-8
Kilja