Sólarljóð

Njörður P. Njarðvík (ritstjóri): Sólarljóð. Bókmenntafræðistofnun. 1991.

Bókmenntafræðistofnun hefur endurútgefið Sólarljóð sem hafa verið ófáanleg um langt skeið.

Þetta er fræðileg útgáfa á hinu torskilda miðaldakvæði Sólarljóðum frá 13. öld.
Sólarljóð eru kaþólskt helgikvæði eftir ókunnan höfund er virðast lengi hafa verið lítt eða ekki þekkt. Þetta er eitt stórbrotnasta trúarljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu og er þar færst meira í fang en í öðrum trúarljóðum.

Með útgáfu ljóðanna í þessari bók er reynt að gera nútímalesendum kleift að skilja þetta merkilega kvæði og benda á helstu hugmynda- og rittengsl sem sýna menntun og þekkingu höfundarins. Einnig er gert grein fyrir skoðunum fyrri fræðimanna á kvæðinu, byggingu þess og aldri.

Inngang og skýringar ritar Njörður P. Njarðvík sem einnig sér um ritstjórn bókarinnar ásamt Davíð Erlingssyni.