Sagan af Árna yngra ljúfling

Sagan af Árna yngra ljúfling er ein fyrsta íslenska skáldsagan í nútímaskilningi. Hún hefur ekki áður verið gefin út eftir eiginhandarriti sem höfundurinn, Jón sýslumaður Espólín (1769–1836), ritaði á síðustu æviárum sínum.

Í sögunni segir frá flakkaranum Árna sem ferðast um landið, hlýðir á tal manna og skrifar upp. Sagan hefst í Vopnafirði og endar í miðju kafi á Akureyri. Lýst er sérkennum héraða og skoðunum manna á öllu milli himins og jarðar. Sagan er merkileg fyrir mikið þjóðtrúarefni sem auðvelt er að leita uppi með aðstoð efnisskrár sem fylgir textanum. Fróðlegur inngangur er um sérlegan feril handritsins eftir Einar G. Pétursson sem býr bókina til prentunar.

Höfundur: Jón Espólín
Útgáfuár: 2010
Blaðsíðufjöldi: 128
Verð: 3490