Rúnir - Greinasafn um skáldskap og fræðastörf Álfrúnar Gunnlaugsdóttur

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er einn merkasti fulltrúi módernismans í íslenskri skáldsagnagerð, en eftir hana liggja smásagnasafnið Af manna völdum, og skáldsögurnar Þel, Hringsól, Hvatt að rúnum, Yfir Ebrofljótið og Rán. Í greinasafninu Rúnum birta tíu bókmenntafræðingar rannsóknir sínar á skáldskap og fræðistörfum þessa mikilvæga samtímahöfundar.