Header Paragraph
Ráðstefna um Grím Thomsen
Laugardaginn 27. nóvember verða liðin 125 ár frá láti Gríms Thomsens og í tilefni af því verður haldin þverfagleg ráðstefna í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Bókmenntaafræðingar, sagnfræðingar, fornfræðingar og heimspekingar fjalla þar um ýmsar hliðar á höfundarverki, ævi og samtíð Gríms. Ráðstefnan er haldin á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands.