Óþarfar unnustu: og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir
Í tilefni af sjötugsafmæli Helgu Kress er hér safnað saman greinum hennar frá síðustu 10 árum eða svo.
Helga er mikilvirkur fræðimaður sem skrifar um fjölbreytt efni eins og safnið ber vitni um.
Verkið skiptist í þrjá hluta ásamt viðauka, í fyrsta hlutanum eru greinar um miðaldabókmenntir, þá er kafli um kvennabókmenntir og síðasti hlutinn er safn af greinum um verk Halldórs Laxness. Í viðauka má finna grein um ritun ævisögu Halldórs Laxness. Þá er ítarleg ritaskrá í bókinni.
Höf: Helga Kress
Ritstj.: Gunnþórunn Guðmundsdóttir
Útgáfuár 2009