Orðlist skáldsögunnar

Í Orðlist skáldsögunnar eru eftirfarandi textar frá tímabilinu 1963-1977 eftir rússneska fræðimanninn Mikhail M. Bakhtín:

  • Svar við spurningu frá ritstjórn tímaritsins Novij Mir,    
  • Úr forsögu orðlistarinnar í skáldsögum,    
  • Myndir veisluborðsins hjá Rabelais,    
  • Orðlist Dostojevskís og    
  • Vandi texta í málvísindum, textafræði og öðrum hugvísindum. Tilraun til heimspekilegrar greiningar.

Í bókinni birtist í fyrsta sinn á íslensku úrval úr verkum Bakhtíns. Þýðingarnar gefa mynd af fjölbreyttu höfundarstarfi Bakhtíns, þar sem m.a. er fjallað um sögu og gerð skáldsögunnar, heimspeki tungumálsins, skáldsögur Dostojevskís, karnival og menningarfræði. Rit Bakhtíns hafa haft mikil áhrif á kenningar innan ólíkra fræðasviða hug- og félagsvísinda, þ.á.m. bókmenntafræði, heimspeki, félagsfræði og miðaldafræði. Í inngangi er fjallað um höfundarferil Bakhtíns og fræðilegan bakgrunn hans.

Mikhail Bakhtín er ein dularfyllsta og mest heillandi persóna evrópskrar menningar um miðbik 20. aldar. Það er auðvelt að koma auga á það sem heillar: ríkulegt og frumlegt höfundarverk sem er einstætt innan sovéskra hugvísinda. - Tzvetan Todorov í Critique de la critique

Höfundur: Mikhail M. Bakhtín

Þýðandi: Jón Ólafsson

Ritstjóri: Benedikt Hjartarson

Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun

Útgáfuár 2005

ISBN: 9979-54-679-4

Blaðsíður: 250

Útgáfuár 2006

Kilja: ISBN 9979-54-679-7

Blaðsíður: 278V