Ódysseifskviða Hómers

Odysseifskviða er önnur tveggja sem ganga undir nafninu Hómerskviður, eignaðar skáldinu Hómer sem á að hafa verið uppi á áttundu öld fyrir Krists burð á Grikklandi.

Efni þeirra má rekja til atburða sem urðu meir en fjórum öldum fyrr, herferðar Grikkja til Litlu-Asíu, falls Trójuborgar og heimferða sigurvegaranna. Frásagnir af þessu urðu uppistaða sögukvæða sem upphaflega voru varðveitt í munnlegri geymd en síðar færð í letur Hómerskviður marka upphaf bókmennta á Vesturlöndum og þýðingar á þeim á ýmsar þjóðtungur á seinni tímum hafa einatt verið samfara vakningu í bókmenntalífi viðkomandi þjóða. Svo var og um íslenskar þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar sem hann vann að í tengslum við kennslustarf sitt við Bessastaðaskóla á árunum 1819 til 1839.

Hér er Odysseifskviða lesin, nokkuð stytt, í þýðingu Sveinbjarnar og stuðst við útgáfu Menningarsjóðs frá árinu 1948. Lesari er Kristján Árnason.

Höfundur: Hómer
ISBN:9979-54-116-5