Mimesis

Mimesis er eitt af athyglisverðustu bókmenntafræðiritum 20. aldar.

Höfundurinn, Erich Auerbach, rekur þróunarsögu raunsæis í bókmenntum Vesturlanda, frá Biblíunni og Hómer til Marcels Proust og Viginiu Woolf.

Meginkenning hans er sú að raunsæislegar lýsingar á hlutskipti venjulegs fólks í bókmenntum hafi þróast smám saman vegna innri spennu í rithefð Vesturlanda. Bein lýsing á persónum, aburðum og hlutum togast á við þörfina fyrir það að lesa merkingu úr þeim. Í upphafi er merkingarheimurinn sem miðað er við trúarlegur en smám saman víkur trúin fyrir samfélagslegri greiningu.

Mimesis er grundvallarrit í bókmenntafræði og brautryðjendaverk í þverfaglegum vinnubrögðum í hugsvísindum.

Aðalþýðandi: Gauti Kristmannsson

Ritstjóri: Torfi H. Tulinius