Matthías Viðar Sæmundsson
(Ljósmynd: (c) Árni Sæberg)
Matthías Viðar Sæmundsson (23. júní 1954 – 3. febrúar 2004) var bókmenntafræðingur og dósent í íslensku við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í bókmenntafræði og íslensku og cand.mag.-prófi í íslenskum bókmenntum og stundaði nám í samanburðarbókmenntum við háskólann í Montpellier í Frakklandi árið 1978. Matthías Viðar kenndi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1979 til 1980 og var sendikennari í íslensku við háskóla í Róm á Ítalíu árið 1981. Hann var umsjónarmaður menningarþátta í Sjónvarpinu, bókmenntagagnrýnandi og birti pistla um menningarmál.
Aðalrannsóknarsvið Matthíasar Viðars voru íslenskar nútímabókmenntir. Þrjú rit bera þar hæst, cand.mag.-ritgerðin Mynd nútímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarssonar, Ást og útlegð. Form og hugmyndafræði í íslenskri sagnagerð 1850-1930, greinasafnið Myndir á sandi. Um frásagnarlist nútímaskáldsagna og tveir kaflar í Íslenskri bókmenntasögu III og V um sagnagerð á 18., 19. og 20. öld. Annað meginviðfangsefni Matthíasar Viðars var hugmynda- eða hugsunarsaga fyrri alda og þar beindi hann sjónum einkum að göldrum í ritum sínum Galdrar á Íslandi og Galdur á brennuöld.
Matthías Viðar skrifaði auk þess mikinn fjölda greina og fyrirlestra um bókmenntir og hugmyndasögu, menningu og listir. Hann var lengi áberandi í almennri umræðu um bókmenntir með ritdómum, pistlum um menningarástand, bæði í dagblöðum og tímaritum, og heimildaþáttum í sjónvarpi, til dæmis um Kristján Fjallaskáld en Matthías ritstýrði og ritaði inngang að ljóðmælum hans (1986). Meðal annarra helstu útgáfuverkefna Matthíasar mætti nefna greinasafnið Útisetur: samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar (1998), sem innihélt meðal annars þýddar ritgerðir eftir frönsku fræðimennina Michel Foucault og Jacques Derrida, og Píslarsögu séra Jóns Magnússonar (2001). Matthías stofnaði síðan vefritið Kistuna.is árið 1999 en því var einkum ætlað að efla almenna og fræðilega umræðu um bókmenntir og menningarástand.
Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um helstu ritsmíðar Matthíasar Viðars á vettvangi bókmenntafræða og menningarsögu sem birtust í bókarformi eða í íslenskum tímaritum og dagblöðum. Hlekkir eru á efni sem er aðgengilegt rafrænt. Greinarnar eru flokkaðar eftir efni og raðað í tímaröð innan hvers flokks.
Bækur
- Mynd nútímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarsonar (1982)
- Stríð og söngur. Sex skáld segja frá (1985)
- Ást og útlegð. Form og hugmyndafærði í íslenskri sagnagerð 1850-1930 (1986)
- Minningar barnalæknis. Lífssaga Björns Guðbrandssonar (1987)
- Myndir á sandi. Greinar um bókmenntir og menningarástand (1991)
- Galdrar á Íslandi (1992)
- Galdur á brennuöld (1996)
- Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar (2004)
Greinar um bókmenntir og menningarástand fyrri alda
- Syrpa um Kristján Fjallaskáld (1984)
- Íslands er þjóð, öll sökkt í blóð. Tyrkjarán og Spánverjavíg (1990)
- Hungurveröld hreppstjórans (1991)
- Þrímynd karlmannsins. Hellislistamaðurinn Jesú Kristur og svarti baróninn (1996)
- Litlu varð Vöggur feginn (1997)
Greinar um nútímabókmenntir
- Jóhann Sigurjónsson og módernisminn (1979)
- Einfarar og utangarðsmenn. Um nokkrar sögur eftir Thor Vilhjálmsson og Geir Kristjánsson (1981)
- Að vera eða ekki. Um sögur eftir Gest Pálsson og Sigurð Nordal (1983)
- Götustelpa. Eða tilraun til túlkunar (1986)
- Í leit að eigin spegilmynd. Hugleiðing um abstraktslist og bókmenntir (1987)
- Menning og bylting. Um upphaf íslenskra nútímabókmennta að gefnu tilefni (1988)
- Myndir á Sandi. Um frásagnarlist nútímaskáldsagna (1988)
- Hálf öld í ríki hákarls. Hugleiðing um súrealisma (1989)
- Skáldið (1989)
- "Á aðra hlið öskraði dauðinn, brjálæðið hló á hina." Um menningarbyltingu og nútímavefara (1990)
- Blekking og þekking. Um íslenska skáldsagnagerð (1991)
- Dimmir draumar. Frá gotneskum hryllingi til líffræðilegrar martraðar (1991)
- Þunglyndi sem flogteygðir fingur. Hugleiðing um sagnalist Guðmundar G. Hagalíns (1999)
- Hugleiðingar um tungumál fuglanna (1999)
- Böðlar í sögn og sögu (2001)
- Blóðskurðir og valdavélar (2001)
- (Of)heyrnir. Um hljóðarapp á sautjándu öld (2001)
Fræðileg ástundun
- Til varnar hjátrúnni. Um hellistálsýn í íslenskum fræðum (1997)
- Flugur og fjöll (1999)
- Upplýstir skólapiltar, drykkfeld skáld og kynlegir kvistir (1999)
- Sundurgerð, póstmódernismi og íslensk fyndni (1999)
- Uglunnar skúmla blikk (1999)
Greinaflokkur um rúnir
- Heimur rúnanna (2003)
- Fé (2003)
- Úr (2003)
- Þurs (2003)
- Óss (2003)
- Reið (2003)
- Kaun (2003)
- Hagall (2003)
- Nauð (2003)
- Ís (2003)
- Ár (2003)
- Sól (2003)
- Týr (2004)
- Bjarkan (2004)
- Maður (2004)
- Lögur (2004)
- Ýr (2004)
Gagnrýni
- Ólafur Jónsson. Bækur og lesendur, um lestrarvenjur (1981)
- Ég heiti Jóhann Pétur. Einar Már Guðmundsson. Riddarar hringstigans (1982)
- Smásögur í sparifötum. Íslenskar smásögur 1847-1974 (1982)
- Frásögn í myndum. Helgi Þorgils Friðjónsson. Nokkrar teikningar (1982)
- Þungi, fæðing, kúkur. Egill Egilsson. Pabbadrengir (1982)
- Morðsaga nóblesskálds. Gabriel Garcia Marquez. Frásögn um margboðað morð (1982)
- Af hallærislegu fólki. Páll Pálsson. Hallærisplanið (1982)
- Spegill í brotum. Þorsteinn frá Hamri. Spjótalög í spegli (1982)
- Lífsflótti í dagdraumum. Auður Haralds. Hlustið þér á Mozart (1982)
- Þjóðlífsmyndir af Austurlandi. Vilhjálmur Einarsson. Dömur, draugar og dáindismenn (1982)
- Glæframenn og nóblesskáld. Thomas Mann. Felix Krull (1983)
- Skáld í sæti gagnrýnanda. Einar Benediktsson. Óbundið mál (1983)
- Máninn líður og dauðinn ríður. Hrollvekjur. Átta sögur (1983)
- Auðnaórar. Guðmundur Björgvinsson. Allt meinhægt (1983)
- Er tungutak alþýðufólks samsafn af ambögum? Ásgeir Þórhallsson. Dagurinn þegar Óli borðaði sósuna með skeiðinni (1983)
- Með lögum skal landi eyða. Maj Sjöwall og Per Walhöö. Luktar dyr (1983)
- Fordæmt fólk. Birgir Sigurðsson. Grasmaðkur (1983)
- Skáldið og þjófurinn. Þórarinn Eldjárn. Kyrr kjör (1983)
- Ástamál á nítjándu öld. Jón Thoroddsen. Piltur og stúlka (1984)
- Húsbóndi og þjónn. Stúdentaleikhúsið. Jakob og meistarinn (1984)
- Og höfum kanínur. John Steinbeck. Mýs og menn (1984)
- Var það ekki sárt? Pétur Gunnarsson. Punktur, punktur, komma, strik (1984)
- Ærslafullt flug. Guðmundur Björgvinsson. Næturflug í sjöunda himni (1985)
- Sólu ég sá. Guðlaugur Arason. Sóla, Sóla (1985)
- Kristján Karlsson. Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum (1986)
Viðtöl
- Ernir með þrastarvængi. Um Mynd nútímamannsins (1983)
- Skáld sjá betur en aðrir. Um Stríð og söng (1985)
- Kannski skemmtileg úrkynjun. Um fræðaástundun (1986)
- Ásthneigðin kúgast aldrei til fulls. Um Ást og útlegð (1986)
- Samræður um djöfulinn. Um námskeið á cand. mag. stigi (1987)
- Ætlað að torvelda hugmyndamál samtímans. Um kistan.is (1999)