Matthías Jochumsson. Ljóð: Úrval

Matthías Jochumsson. Ljóð: Úrval. Ólafur Briem bjó til prentunar. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður. Reykjavík 1980. 399 bls.

Úrval úr ljóðum Matthíasar er óvenju miklum vandkvæðum bundið. Einstakar ljóðlínur í sama kvæði eru oft mjög misjafnar að skáldlegu gildi. Af því leiðir, að í úrvali sem þessu er ekki unnt að halda til haga öllum gullkornum í ljóðum skáldsins.

Við gerð textans hefur Ólafur Briem, sem bjó verkið til prentunar, mest farið eftir Östlunds-útgáfu og öðrum bókum, sem Matthías gekk frá sjálfur, svo sem Friðþjófssögu (endurskoðaðri útgáfu 1884), Grettisljóðum, Ferð um fornar stöðvar o. fl. Þau kvæði, sem ekki eru í þessum bókum, eru yfirleitt prentuð eftir útgáfu Árna Kristjánssonar 1956 og 1958. Einnig hef Ólafur farið yfir heildarútgáfu Magnúsar Matthíassonar 1936.

Höfundur: Matthías JochumssonÚtgáfuár: 1980

Blaðsíðufjöldi: 399

ISBN:9979-54-357-4