LTI - Minnisbók fílólógs
LTI (Lingua Tertii Imperii) - Minnisbók fílólógs eftir þýska orðræðugreinandann Victor Klamperer kom fyrst út árið 1957 og er fyrsta fræðilega greiningin á orðræðu Þriðja ríkisins, en um leið kerfisbundin rýni í líf gyðinga á valdatíma Hitlers og nasista í Þýskalandi. Ásamt dagbókum Klamperers er bókin ein snjallasta gagnrýni og rannsókn á hugsun og orðfæri nasista sem komið hefur út. Bókin rýnir í pólitískt vald orða og hvernig einstök ríkisstjórn getur hagnýtt sér málkerfið til að koma málstað sínum á framfæri.
Bókin er öðrum þræði greining á máli Þriðja ríkisins en hinum þræði saga gyðingsins Klemperers og þeirra sem á vegi hans verða meðan nasistar fara með völd í Þýskalandi. Hún er að sögn hans sjálfs hugsuð sem vísinda- og uppeldisrit. Hún byggir að verulegu leyti á dagbókum hans frá árunum 1933-45 en dagbækur hélt hann frá því hann var 16 ára og þar til heilsa hans brast. Í LTI sníður Klemperer dagbókarefnið til og umsemur, gerir athugasemdir við það og fellir í umgjörð sem honum þykir hæfa. Sjálfar dagbækurnar komu hins vegar ekki fyrir almannasjónir fyrr en eftir fall múrsins á tíunda áratug síðustu aldar. Með þeim skipaði Klemperer sér í hóp þekktustu höfunda þýskra, bæði heima og erlendis, enda eru þær einstakt heimildarit um sögu Þýskalands á 20. öld.
Höfundur: Victor Klamperer
Þýðandi: María Kristjánsdóttir
Ritstjóri: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun
Útgáfuár: 2005
ISBN 9979-54-692-1