Literature and Visual Culture

Undanfarin ár hefur hið talaða orð átt undir högg að sækja vegna verulega aukins framboðs á sjónrænni miðlun. Við höfum í vaxandi mæli tilhneigingu til að vísa í kvikmyndir sem allir þekkja eða dægurmenningu samtímans þegar við leitumst við að útskýra kenningar eða ræðum um megineinkenni texta.

Ljósmyndir, sjónvarp og kvikmyndir hafa tekið yfir bróðurpartinn af allri upplýsingamiðlun, menntun og afþreyingu. Myndefnið flæðir yfir okkur með hjálp stöðugt nýrrar tækni og tækja og boðskapurinn er fólginn í miðlinum. En myndræn skilaboð eru ekki aðeins hluti af veruleika okkar, heldur tölum við um heimssýn sem endurspeglar þá staðreynd að umhverfi okkar, og þá um leið menning okkar, verður myndrænni með hverjum degi.

Í safnriti þessu eru bókmenntir og sjónmenntir skoðaðar frá ýmsum mismunandi sjónarhornum. Og veitir þannig ómetanlega hjálp í leitinni að nýjum skilningi á samspili og samruna myndar og texta í nútímanum, bæði á hefðbundinn og nýjan hátt.

Höfundur: Dagný Kristjánsdóttir ritstjóri

Útgáfuár: 2006

In English

These days the written word is coming under a great deal of pressure from visual media. Increasingly we feel we have to refer to films “which everyone knows” or contemporary mass culture in order to explain theories and discuss the pattern of a text.

Photography, television and films have taken over a large share of information exchange, education and entertainment. The flow of images reaches us via the ever-changing forms of new technologies and the “medium is the message”. But visual media are not merely part of our reality: we talk of a “world wiew” and this reflects the fact that the public space, and therefore our culture, is becoming more visual by the day.

This anthology considers literature and visual culture form a number of different perspectives. It provides valuable assistance in the quest for a new understanding of the interplay and fusion of image and text in the modern era, in new yet at the same time well-established forms.