Listkerfi nútímans

Í Listkerfi nútímans frá 1951 gerir Paul Oskar Kristeller grein fyrir því hvernig hugmyndin um fagrar listir varð til í sögu evrópskrar hugsunar.

Hvenær fóru málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, tónlist og skáldskapur að teljast til fagurra lista? Hvaða máli skiptir svarið við þeirri spurningu fyrir skilning okkar á því hvað er list og hvað ekki?
Höfundur lýsir því einnig hvernig brestir eru komnir í kerfi fagurlistanna vegna nýrra sjónarmiða í fræðilegri hugsun og listrænni sköpun.

Höfundur: Paul Oskar Kristeller

Þýðing og inngangur: Gunnar Harðarson

Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun

Útgáfuár 2005

ISBN 9979-54-678-6

Blaðsíður: 160