Lausavísur frá svartadauða til siðaskipta

Í bókinni er úrval íslenskra lausavísna undir mismunandi bragarháttum frá tímabilinu milli svartadauða og siðaskipta; tíma umróta og óvissu í íslenskri bókmenntasögu.

Flestar vísurnar fundust á torlesnum handritaspássíum og hafa sumar aldrei komið á prent áður, en aðrar hafa verið á víð og dreif í gömlum fræðiritum. Aðgengileg útgáfa á fræðilegum grunni fyrir allt áhugafólk um íslenska menningu; vísnatextar á nútímaíslensku ásamt orðaskýringum, heimildagreiningu og túlkun.

Einnig er greint frá þróun íslenskra lausavísna á tímabilinu 1400–1550 þegar gömlu dróttkvæðin og edduhættirnir voru að líða undir lok en rímnahættirnir í fæðingu.

Yelena Sesselja Helgadóttir bjó til prentunar.

Útgáfuár: 2007
ISBN: 978-9979-9744-4-5
Blaðsíðufjöldi: 220
Kilja