Kona verður til - um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna

Ragnheiður Jónsdóttir (1895-1967) skrifaði níu skáldsögur fyrir fullorðna á árunum 1941-1967. Þær fjalla um konur í innri og ytri átökum á miklu breytingatímabili í sögu þjóðarinnar.

Í bókinni fjallar Dagný Kristjánsdóttir um þessar sögur í ljósi nýrra kenninga um bókmenntir, sálgreiningu og feminisma. Dagný fjallar einnig um viðtökurnar við skáldsögum Ragnheiðar og menningarumræðu eftirstríðsáranna sem var mettuð af spennu.

Kona verður til er fyrsta doktorsritgerðin sem skrifuð er um íslenskar kvennabókmenntir. Þetta er vel skrifað og spennandi verk fyrir alla áhugamenn um bókmenntir.

Bókin Kona verður til hlaut tilnefningu í flokki fræðibóka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1996.

Höfundur: Dagný Kristjánsdóttir
Blaðsíðufjöldi: 464
ISBN:9979-54-138-5