Jón Þorláksson. Kvæði, frumort og þýdd: Úrval

Jón Þorláksson. Kvæði, frumort og þýdd: Úrval. Heimir Pálsson bjó til prentunar. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður. Reykjavík 1976. 311 bls.

Í úrvali því sem hér hefur verið gert úr kvæðum Jóns Þorlákssonar, frumsömdum og þýddum, hefur verið leitast við að gefa sem trúverðugasta mynd af kveðskap hans, eða með öðrum orðum að fá sýnishorn af sem flestu. Þó hafa kvæði ekki verið stytt nema sérstök ástæða þætti til. Erfiðast hefur vitaskuld verið að fást við stóru kvæðin. Þess er enginn kostur að gefa á fáum síðum hugmynd um Paradísarmissi eða Messías. Texti kvæðanna hefur að jafnaði verið sóttur til heildarútgáfnanna.

Stafsetning er gerð að nútímahætti með örfáum undantekningum, þar sem um ólíkar orðmyndir hefur verið að ræða, eða önnur þau einkenni sem sem hefur þótt vert að flytu með. Heimir Pálsson bjó til prentunar.

Þessi kvæði eru fyrsta ritið í ritröðinni Íslensk rit, sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Í ritstjórn eru Njörður P. Njarðvík, Óskar Ó. Halldórsson og Vésteinn Ólason.

Höfundur: Jón ÞorlákssonÚtgáfuár: 1976

Blaðsíðufjöldi: 311

ISBN:9979-54-354-X