Íslenskar heimildabókmenntir - athugun á rótum íslenskra heimildaskáldsagna

Úr inngangi: „Sjaldnast er hægt að afmarka og skilgreina bókmenntagreinar svo skýrt að ekki verði á vegi okkar verk sem erfitt er að flokka. Þetta á auðvitað ekki að vera neitt áhyggjuefni; bókmenntir eru vitaskuld ekki skrifaðar fyrir bókmenntafræðinga og merkimiða þeirra. Bækur sem lenda á mörkum bókmenntagreina vekja oft upp spurningar um sérkenni ákveðinna flokka bóka og samkenni; spurningar um hvaða einkennisþættir eru ráðandi í hverri bókmenntagrein.

Ég kýs að líta á heimildaskáldsögurnar og alþýðleg sagnarit sem verk er standa á mörkum sagnfræði og skáldsagna. Bæði skáldskaparfrásagnir og sagnfræðitexti eru hlutmengi í menginu saga. […] Þessi mengi skarast í dálitlum bletti og þetta sniðmengi hefur að geyma markatilfelli: t.d. heimildaskáldsögur og alþýðlega sagnaritun. Það er leiðsögutilgáta þessarar ritgerðar að báðir flokkarnir hafi í sér talsvert af eiginlekum bæði sagnfræði og skáldskapar. Verkefni mitt er að ganga úr skugga um réttmæti hennar.“

Höfundur: Magnús Hauksson
Blaðsíðufjöldi: 251
ISBN:9979-54-105-9