Illa fenginn mjöður: Lesið í miðaldatexta
Illa fenginn mjöður er handbók um rannsóknir á miðaldabókmenntum handa háskólanemum og öðrum áhugamönnum um íslensk fræði.
Meginmarkmið bókarinnar er að kynna aðferðir við textalestur miðaldabókmennta með dæmum af ýmsu tagi þar sem megináherslan er á greiningu textans, bæði fagurfræðilega og sögulega. Um leið og vakin athygli á ýmsum sérstækum vandamálum við rannsóknir á miðaldabókmenntum, t.d. varðandi varðveislu og menningarsögu.
Meðal texta sem er fjallað um í ritinu eru Lokasenna, Færeyinga saga, Lilja, Martinus saga og Möttuls saga.
Höf: Ármann Jakobsson
Ritstj.: Ásdís Egilsdóttir
Útgáfuár 2009