Í Guðrúnarhúsi

Í greinasafninu Í Guðrúnarhúsi fjalla níu fræðimenn um sagnaheim Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar.

Greinarnar endurspegla fjölbreytileika höfundarverksins, dýpt þess og frumleika, og sýna svo ekki verður um villst hvers vegna bækur Guðrúnar Helgadóttur hafa skipt svo miklu máli fyrir bæði börn og fullorðna um áraraðir.

Höfundar efnis eru:

  • Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, f. 1957. Lektor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands.
  • Anna Heiða Pálsdóttir, f. 1956. Bókmenntafræðingur.
  • Ármann Jakobsson, f. 1970. Íslenskufræðingur.
  • Birna Bjarnadóttir, f. 1961. Deildarstjóri íslenskra fræða við Manitoba-háskóla.
  • Brynhildur Þórarinsdóttir, f. 1970. Aðjúnkt í íslensku við Háskólann á Akureyri.
  • Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Prófessor í íslensku við Háskóla Íslands.
  • Katrín Jakobsdóttir, f. 1976. Íslenskufræðingur.
  • Sigþrúður Gunnarsdóttir, f. 1971. Útgáfustjóri barna- og unglingabóka hjá Eddu útgáfu.
  • Silja Aðalsteinsdóttir, f. 1943. Íslenskufræðingur.

ISBN: 9979-2-1888-6