Hvað rís úr djúpinu?

Þann 16. mars 2002 var haldið málþing í Hafnarborg í tilefni af 70 ára afmæli Guðbergs Bergssonar á árinu. Þar kom saman hópur skálda, fræðimanna og útgefenda og hélt erindi um fagurfræðilega möguleika okkar tíma.

Í þessu kveri eru erindin samankomin. Þau Ármann Jakobsson, Ástráður Eysteinsson, Eiríkur Guðmundsson, Lise Hvarreggard, Matthías Viðar Sæmundsson og Oddný Eir Ævarsdóttir fjölluðu um fagurfræði og skáldskap Guðbergs. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Gauti Kristmannsson, Kristín Ómarsdóttir og Kristján B. Jónasson fjölluðu vítt og breitt um fagurfræðilega möguleika, ýmist í sögulegu ljósi og/eða með áherslu á samtímalistir.

Afmælisbarnið tók einnig til máls og fjallaði Guðbergur um fagurfræðina og hvernig hún fylgir anda samtímans.

Höfundur: Birna Bjarnadóttir ritstýrði og ritaði formála
Útgáfuár: 2002
Blaðsíðufjöldi: 89
ISBN:9979-54-524-0