Venjan er að upphefja höfundinn sem skapara bókar sinnar, hann einn sé höfundur að verki sínu. Oft kemur þó annar aðili að því líka, ritstjórinn, og stundum gerir framlag hans gæfumuninn. Í þessu þriðja spjalli um samstarf höfundar og ritstjóra ræðum við þetta samstarf sem oft fer svo lítið fyrir.

Að þessu sinni spjalla þau Guðni Elísson, rithöfundur og prófessor í almennri bókmenntafræði, og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, bókmenntafræðingur, útgefandi og ritstjóri hjá Lesstofunni, um samstarf sitt við Ljósgildruna. Ljósgildran er fyrsta skáldsaga Guðna, sem er betur þekktur sem kennari og sérfræðingur í umhverfismálum. Um er að ræða 800 síðna verk sem ekki hefur verið heiglum hent að ritstýra.

Viðburðurinn er á vegum ritlistarnámsins við Háskóla Íslands og Bókmennta- og listfræðastofnunar. Aðgangur ókeypis. Öll velkomin.

Image