Header Paragraph
Hlaut styrk úr breska rannsóknasjóðnum
Brynja Þorgeirsdóttir, lektor í íslenskum bókmenntum við Íslensku- og menningardeild (Co-I), og Gareth Lloyd Evans, dósent í norrænum fræðum við Oxford-háskóla (PI), hafa hlotið styrk úr breska rannsóknasjóðnum á sviði hugvísinda (AHRC). Styrkurinn fjármagnar samstarf fræðimanna víðsvegar að úr heiminum um rannsóknir á tilfinningatjáningu í norrænum miðaldatextum, Old Norse Emotions Network. Verkefnið er hýst hjá háskólanum í Oxford en þátttakendur eru fræðimenn frá Íslandi, Englandi, Skotlandi, Noregi, Þýskalandi, Ástralíu og Spáni. Lesa má nánar um verkefnið og þátttakendur á vefsíðu þess.
Image
