Helga Kress
Helga Kress er fædd í Reykjavík 21. september árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959 og kandídatsprófi í íslensku með þýsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands vorið 1969. Árið 1970 var hún skipuð lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla Íslands og var fyrsta konan sem fékk skipun í lektorsstöðu við deildina. Á árunum 1973 til 1979 var hún sendikennari í íslensku við Háskólann í Bergen í Noregi. Helga var skipuð lektor í almennri bókmenntafræði 1981 og ári síðar dósent í sömu grein. Árið 1991 var hún skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands og gegndi því starfi til 2009. Hún var forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1997-1999 og var fyrsta konan sem kjörin var til embættis deildarforseta við Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911.
Rannsóknasvið Helgu er íslensk bókmenntasaga og íslensk bókmenntahefð að fornu og nýju frá kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni. Hún er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi og einn af okkar mikilvirkustu og áhrifamestu bókmenntafræðingum. Helstu fræðirit hennar eru Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur (1970), Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga (1993), Fyrir dyrum fóstru. Konur og kynferði í íslenskum fornbókmenntum (1996), Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu (2000) og Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir (2009). Einnig hefur Helga ritstýrt ýmsum greinasöfnum og þýtt íslenskar bókmenntir á norsku og erlendar bókmenntir á íslensku, þar á meðal hið sígilda verk A Room of One´s Own (1929) eftir Virginiu Woolf undir titlinum Sérherbergi (1983).
Hér fyrir neðan má nálgast helstu ritsmíðar Helgu á vettvangi bókmenntafræða á íslensku og erlendum málum Íslensku greinarnar eru flokkaðar eftir efni og raðað í tímaröð innan hvers flokks. Þá koma erlendu greinarnar og loks viðtöl við Helgu. Hlekkir leiða lesendur jafnan að rafrænum skjölum (pdf) sem varðveitt eru á vefsíðu Helgu á academia.edu. Ef viðkomandi greinar hafa birst í greinasöfnum Helgu eru rafrænu skjölin úr viðkomandi safni.
Fræðirit
- Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur. Studia Islandica, 29. hefti, Reykjavík: Menningarsjóður, 1970.
- Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993.
Greinar um íslenskar fornbókmenntir, sagnadansa og sögu
- Ekki höfum vér kvennaskap. Nokkrar laustengdar athuganir um karlmennsku og kvenhatur í Njálu (1977)
- Mjök mun þér samstaft þykkja. Um sagnahefð og kvenlega reynslu í Laxdæla sögu (1980)
- Barnsburður og bardagi. Um kvennamenningu og Íslendingasögur, fyrri grein (1982)
- Barnsburður og bardagi. Um kvennamenningu og Íslendingasögur, seinni grein (1982)
- Bróklindi Falgeirs. Fóstbræðrasaga og hláturmenning miðalda (1987)
- Fyrir dyrum fóstru. Um textafræðinga og konuna í textanum út frá vísu Helgu Bárðardóttur í Bárðar sögu Snæfellsáss (1989)
- Gægur er þér í augum. Konur í sjónmáli Íslendingasagna (1991)
- Staðlausir stafir. Um slúður sem uppsprettu frásagnar í Íslendingasögum (1991)
- Njálsbrenna. Karnival í Landeyjum (1994)
- Grey þykir mér Freyja. Konur, kristni og karlveldi í íslenskum fornbókmenntum (1996)
- Haf og skegg. Flæði í Laxdælu (1997)
- Confessio turpissima. Um skriftamál Ólafar ríku Loftsdóttur (1999)
- Til lofs og dýrðar almáttugum guði. Um tungumál, líkama, pyndingar og dauða í sögum af heilögum meyjum (2001)
- Verðmætir setstokkar. Tilgátukenning (2001)
- Fá mér leppa tvo. Nokkur orð um Hallgerði og hárið (2007)
- Óþarfar unnustur áttu. Um samband fjölkynngi, kvennafars og karlmennsku í Íslendingasögum (2009)
- Karnivalið í kirkjugarðinum (2009)
- Eftir hans skipun. Natansmál í ljósi sagnadansa og eftirmæla Agnesar (2014)
- Þessi rembisk mikit, Íslendingrinn (2018)
Greinar um íslenska ljóðlist, leikritun og þýðingar
- Í tilefni Maríu Farrar (1965)
- Guðmundur Kamban og verk hans. Í tilefni af heildarútgáfu Almenna bókafélagsins (1970)
- Um konur og bókmenntir. Inngangur að Draumi um veruleika (1977)
- Væri það efni í brag? Um konur og bókmenntir, fyrsta grein (1981)
- Faðerni bókmenntanna. Um konur og bókmenntir, önnur grein (1981)
- Lítil mær. Um konur og bókmenntir, þriðja grein (1981)
- Ég á heiminn. Um konur og bókmenntir, fjórða grein (1981)
- Mannsbarn á myrkri heiði. Um samband listar og þjóðfélags í kvæði eftir Snorra Hjartarson (1981)
- Guma girnist mær. Um ljóð eftir Bjarna Thorarensen (1989)
- Föðurlandið besta. Um ljóðmæli Guðbjargar Árnadóttur (1991)
- Líf og ljóð. Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum (1997)
- Kona og skáld. Inngangur að Stúlku. Ljóð eftir íslenskar konur (1997)
- Í kvöld er ég fimmtug. Afmælisljóð kvenna til sjálfra sín (1999)
- Skaftfellsk skáldkona. [Um Margréti Sveinsdóttur] (2000)
- Ein á fjallatindum. Skáldkonan Guðrún Þórðardóttir frá Valshamri (2000)
- Sökum þess ég er kona. Víg Kjartans Ólafssonar og upphaf leikritunar íslenskra kvenna (2001)
- Í draumaskógum bundið. Um þýðingastarf og skáldskap Bjargar C. Þorláksson (2002)
- Vísvitandi antíregla. Kvenröddin í ljóðum Halldórs Laxness (2005)
- En eg er hér ef einhver til mín spyrði. Borgfirskar skáldkonur í íslenskri bókmenntahefð (2006)
- Móðir, kona, meyja. Matthías Jochumsson og skáldkonurnar (2007)
- Saga mín er sönn en smá. Um ævikvæði kvenna (2008)
- Gegnum orðahjúpinn. Líf og ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (2009)
- Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson (2011)
- Unir auga ímynd þinni. Landið, skáldskapurinn og konan í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar (2012)
- Sem kvenfólkið er nú að gala. [Um Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum] (2013)
- Þögguð fótnóta. [Um upphrópunarmerki í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar] (2015)
- Þetta ólukku dót. Um útgáfusögu Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum og sjálfsmynd hennar sem konu og skálds (2015)
- Það er ekki ljósunum að því lýst. Um leikrit Sigríðar Bogadóttur, Gleðilegur afmælisdagur, fyrsta Reykjavíkurleikritið og elsta leikrit sem varðveist hefur eftir íslenska konu (2015)
Greinar um íslenskar skáldsögur og smásögur
- Okkar tími – okkar líf. Þróun sagnagerðar Halldórs Laxness og hugmyndir hans um skáldsöguna (1973)
- Heima er bezt. Nokkur orð um íslenzkan veruleika í Foldu eftir Thor Vilhjálmsson (1974)
- Kvenlýsingar og raunsæi. Með hliðsjón af Gunnari og Kjartani eftir Véstein Lúðvíksson (1975)
- Bókmenntir og kvenfrelsi. Um kvenlýsingar í fjórum skáldsögum kvennaárs (1976)
- Kona með spegil. Svava Jakobsdóttir og íslensk bókmenntahefð (1979)
- Fata- og tískulýsingar í íslenskum bókmenntum, fyrsta grein (1980)
- Þá gáðu konur einskis annars. Fata- og tískulýsingar í íslenskum bókmenntum, önnur grein (1980)
- Fráhneppt að neðan. Fata- og tískulýsingar í íslenskum bókmenntum, þriðja grein (1980)
- Eru þetta mest keyptu fötin? Fata- og tískulýsingar í íslenskum bókmenntum, fjórða grein (1980)
- Að gera út af við konu. Hugleiðingar um konur og listræna sköpun út frá skáldsögu Líneyjar Jóhannesdóttur, Aumingja Jens (1981)
- Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur (1988)
- Sáuð þið hana systur mína? Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerðar (1989)
- Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Halldór Laxness og Torfhildur Hólm (2002)
- Veröldin er söngur. Hinn hreini tónn og kvenmynd eilífðarinnar í verkum Halldórs Laxness (2002)
- Ilmanskógar betri landa. Um Halldór Laxness í Nýja heiminum og vesturfaraminnið í verkum hans (2002)
- Kannski var hún alls ekki þarna. Hugleiðingar um spegla og orð í áður óbirtum handritskafla eftir Svövu Jakobsdóttur (2005)
- Utangarðs. Um samband landslags, skáldskapar og þjóðernis í sögum Guðrúnar H. Finnsdóttur (2006)
- Harmþrungnasta bókin. Fóstbræðrasaga og Gerpla (2018)
- Eins og hún gæti stokkið út úr orðunum ... Um uppreisn kvenna og samskipti kynjanna í bókum Jakobínu Sigurðardóttur (2018)
- Kvenfrelsiskonur. Úr birtingarmyndum íslenskrar kvennabaráttu á fyrri hluta 20. aldar (2018)
Greinar um bókmenntasögu, aðferðafræði og vinnubrögð
- Um siðferði og skyldur fræðimanna. [Svar við ritdómi Sveins Skorra Höskuldssonar um rit Helgu Kress, Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur] (1971)
- Kvennarannsóknir í bókmenntum (1977)
- Bækur og „kellingabækur“. Þáttur í íslenskri bókmenntasögu (1978)
- Kvennabókmenntir. Úr Hugtök og heiti í bókmenntafræði (1983)
- Bókmenntastofnunin. Úr Hugtök og heiti í bókmenntafræði (1983)
- Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. Í tilefni af Icelandic Writing Today (1983)
- Líkami móðurinnar og lögmál föðurins. Um kenningar táknfræðingsins Juliu Kristevu í ljósi nokkurra dæma úr íslenskum bókmenntum (1987)
- Neðanmáls. Um umræður karlkyns fræðimanna um konur (1991)
- Mikið skáld og hámenntaður maður. Íslenski skólinn í íslenskri bókmenntafræði (1994)
- Fyllt í gap. [Um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við ritun ævisögu Halldórs Laxness] (2003)
- Meðal annarra orða. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness (2004)
- Eftir hvern? Skýrsla um meðferð texta og tilvitnana í bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Halldór. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness 1902–1932 (2004)
Ritdómar um verk íslenskra höfunda og þýðingu þeirra
- Tveir ritdómar. Rímblöð eftir Hannes Pétursson og Íslenzk nútímaljóðlist eftir Jóhann Hjálmarsson (1972)
- Norges litteraturhistorie í ritstjórn Edvard Beyer (1977)
- Halldór Laxness eftir Peter Hallberg (1977)
- Innan fjögurra veggja. Næstsíðasti dagur ársins eftir Normu Samúelsdóttur (1979)
- Uppáhellingar. Unglingsvetur eftir Indriða G. Þorsteinsson (1979)
- Það þýðir að berjast. Hvunndagshetjan eftir Auði Haralds (1979)
- Íslenskt punk. Heima í héraði. Nýr glæpur eftir ýmsa höfunda (1979)
- Að vera lifandi. Ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson (1979)
- Á réttri leið, Örn & Örlygur. Íslandsleiðangur Stanleys 1789 (1980)
- Lítið barn leggur af stað. Og það var vor eftir Þuríði Guðmundsdóttur (1981)
- Ef þú giftist, ef þú bara giftist. Dægurlagasöngkonan dregur sig í hlé eftir Snjólaugu Bragadóttur (1981)
- Kvenleg reynsla og karllegt form. Salt og rjómi eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur (1983)
- Án þess að vita hvers vegna. Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur (1983)
- Konan á bak við skáldið. Tvær viðtalsbækur [Við Þórbergur eftir Gylfa Gröndal og Á Gljúfrasteini eftir Eddu Andrésdóttur] (1985)
- Úrvinnsla orðanna. Um norska þýðingu Ivars Eskeland á Leigjandanum eftir Svövu Jakobsdóttur (1985)
- Það sagði mér haustið eftir Þuríði Guðmundsdóttur (1986)
Greinar um ýmis efni
- Kvenna- eða flokkapólitík? [Um kvennaframboð] (1981)
- Hvers má sín ein kona gagnvart 19 karlmönnum? [Um kvennaframboð og kvennamenningu] (1981)
- Bæði menn og þjóð. [Minningar frá lýðveldishátíðinni 1944] (2016
Ritgerðir og ritdómar á erlendum málum
- Vegen inn i forskningen (1976)
- Trekk av islandsk kvinnelitteraturhistorie (1977)
- Mannsbarn på mørke heia. Om kunst og samfunn i et dikt av Snorri Hjartarson (1978)
- En isländsk kvinnorealist. Líney Jóhannesdóttir (1979)
- "Ei kvinne blir nödt til å begynne frå starten" (1979)
- Manndom og misogyni. Noen refleksjoner omkring kvinnesynet i Njåls saga (1979)
- Meget samstavet må det tykkes deg. Om kvinneopprör og genretvang i Sagaen om Laksdölene (1980)
- The Apocalypse of a Culture. Völuspá and the Myth of the Sources/Sorceress in Old Icelandic Literature (1990)
- Icelandic [Women] Writers (1990)
- Ein stad å vere. Bárðar saga Snæfellsáss - Ei dikterinnes saga (1992)
- Ser du dette sverdet, möy? (1992)
- Hvad en kvinde kvæder. Nordisk kvindelitteraturhistorie (1993)
- Kastrasjon eller halshogging (1996)
- Gender and Gossip in the Sagas (2000)
- Hva tror du denne drömmen betyr? Kvinner, vann og det groteske i Laksdöla saga (2000)
- „Ordene uttrykker aldri hjertet.“ Kvinner, musikk og tekst i Halldór Laxness´s verker (2000)
- Taming the Shrew. The Rise of Patriarchy and the Subordination of the Feminine in Old Norse Literature (2002)
- Hallgerðrs Gelächter (2004)
- Die Welt ist Gesang. Der reine Ton und das Ewig-Weibliche im Werk von Halldór Laxness (2004)
- Searching for Herself. Female Experience and Female Tradition in Icelandic Literature (2006)
- Eine bewusste Antiregel. Die Stimme der Frau in Halldór Laxness’ Gedichten (2010)
- Obstfelder på Island (2011)
- "What a woman speaks." Medieval Icelandic Literary History (2012)
Viðtöl við Helgu Kress
- Eg var ung gefin Njáli … Viðtal Þórunnar Sigurðardóttur við Helgu Kress (1975)
- Den norrøne kvinna stod veikt og hevda seg med å eggja mannen med manndomen hans. Viðtal tekið fyrir Nytt fra Universitetet i Bergen (1976)
- Eins og opnaðist fyrir mér nýr heimur. Viðtal Guðlaugs Bergmundssonar við Helgu Kress (1979)
- Jafnvel Njála er þrungin kvenfyrirlitningu. Viðtal Ingu Huldar Hákonardóttur við Helgu Kress (1979)
- Erfitt fyrir konur að komast á toppinn. Viðtal JB við Helgu Kress (1981)
- Opna nýja sýn. Viðtal Kicki Borhamma við Helgu Kress (1986)
- Karlveldið endurgeldur ekki ást kvenna. Viðtal JÁ við Helgu Kress (1987)
- Våpen, svik og mannsalliansar mot kvinnene. Viðtal Einars Ådland við Helgu Kress (1992)
- Frekar dauðir en kvenlegir. Viðtal Bergþórs Bjarnasonar við Helgu Kress (1994)
- Karl skal það vera – Íslendingur og hetja. Viðtal Þrastar Helgasonar við Helgu Kress (2001)