Heimur skáldsögunnar

Bókin hefur að geyma 30 greinar eftir jafnmarga fræðimenn um 30 frumsamdar og þýddar skáldsögur sem hver um sig er kennileiti í landslagi skáldsögunnar á Íslandi.

Greinarnar voru upphaflega fluttar sem fyrirlestrar á Skáldsagnaþingi sem haldið var í mars 2001 og höfundarnir hafa allir kennt á sviði bókmennta við heimspekideild Háskóla Íslands. Elsta skáldsagan sem fjallað er um í Heimi skáldsögunnar var samin á fyrstu öld eftir Krist en sú nýjasta birtist árið 2000.

Í tíma jafnt sem viðfangsefnum spanna þær skáldsögur, sem hér er rýnt í, afar vítt svið og í heild sýna ritgerðirnar jafnframt vel hvernig hægt er að nálgast þetta bókmenntaform frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum.

Höfundur: Ástráður Eysteinsson ritstjóri

Útgáfuár: 2001

ISBN: 9979-54-478-3

Blaðsíðufjöldi: 342