Heimur ljóðsins

Í Heimi ljóðsins bregða 26 höfundar birtu á ljóð og ljóðaumræðu að fornu og nýju. Farið er vítt um veröld ljóða og fjallað jafnt um íslenska sem erlenda ljóðagerð.

Bókin eldurspeglar margbreytileika ljóðlistarinnar. Fræðast má um lausavísur, þulur, dróttkvæðaformið, ferðaljóðið, náttúrukveðskap, svæðisbundnar yrkingar, ljóðið sem orðastað minninga, sársauka og huggunar; einnig um ýmsar víddir nútímaljóðsins og tengsl þess við hefðirnar.

Fjallað er um kvenraddir og karlraddir í ljóðum frá ýmsum löndum. Greinasafnið er byggt á erindum sem haldin voru á málþinginu Heimur ljóðsins við Háskóla Íslands síðastliðið vor.

Höfundur: Ýmsir (26)

Ritsjórar: Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson

Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun

Útgáfuár: 2005

ISBN: 9979-54-664-6

Blaðsíður: 350