Header Paragraph

Heimsráðstefna sjálfs/ævisagnafræðinga

Image

Heimsráðstefna sjálfs/ævisagnafræðinga (IABA World Conference) haldin  12.-15. júní í Aðalbyggingu og Veröld. Hún er haldin í samvinnu við Rannsóknastofu í minni og bókmenntum.

Á ráðstefnunni koma saman allir helstu sérfræðingar á sviði sjálfs/ævisagnarannsókna. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fragmented Lives eða Brotakennd líf. Nánari upplýsingar má sjá hér. . Lykilfyrirlestrar verða öllum opnir. 

Einstaka viðburðir:

 • Miðvikudagurinn 12. júní kl. 9-10 í Aðalbyggingu, hátíðarsal. Opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar IABA World Conference 2024.
  Erla Hulda Halldórsdóttir: Assembling a Life: Writing Auto/Biography from Fragmentary Stories.
  Erla Hulda er prófessor í kvenna- og kynjasögu við Háskóla Íslands og hefur birt fjölmargar greinar og bækur á því sviði. Erla Hulda mun fjalla um rannsóknir sínar og ævisöguskrif um konur frá 19. öld og glímuna við að setja saman líf kvenna út frá takmörkuðum og brotakenndum heimildum.
 • Fimmtudagurinn 13. júní kl. 9-10 í Aðalbyggingu, hátíðarsal. Lykilfyrirlestur
  Anna Poletti: Joyfully Fragmented Selves: Autotextual Tactics for Writing Pleasure Across Media.
  Anna Poletti er dósent í ensku við Utrecht Háskóla. Hán hefur kannað æviskrif á ýmiss konar miðlum og víðar í menningunni, einkum í ljósi hinsegin fræða, femínisma og menningarfræði. Í fyrirlestrinum mun Poletti fjalla um nýjar stefnur í hinsegin fræðum, einkum til að kanna tengsl á milli fólks, og áhrif þeirra á sjálfsmyndir og birtingarmyndir í nýjum gerðum æviskrifa.
 • Föstudagurinn 14. júní kl. 9-10 í Aðalbyggingu, hátíðarsal.
  Emilie Pine: After the Memoir: Life Writing, Silence and Noise.
  Emilie Pine er prófessor í nútímaleiklist við University College Dublin. Hún er sérfræðingur í minnisfræðum og hefur birt fjölmargar bækur og greinar um samtímaleiklist og minni. Þá hefur einnig gefið út sjálfsævisögulegu esseyjurnar Notes to Self sem vann írsku bókmenntaverðlaunin 2018 og hefur verið þýdd á 15 tungumál. Pine mun fjalla meðal annars um skrif þessarar bókar og hvaða áhrif það hafði að gefa út opinberlega lýsingar á trámatískum upplifunum eins og kynferðislegu ofbeldi. Hún mun ræða um hvað gerist í kjölfar slíkra skrifa og velta fyrir sér hlutverki lesandans og gagnrýnandans.
Image