Heilagra meyja sögur

Heilagra meyja sögur geymir sögur erlendra kvendýrlinga sem þýddar voru og endursamdar hér á landi eftir latneskum sögum allt fram undir 1500. Engin þessara sagna hefur áður komið út á Íslandi og þetta er í fyrsta skipti sem þær koma út með nútíma rithætti. Í inngangi er m.a. gerð grein fyrir helgisagnaritun, stöðu kvendýrlinga innan kaþólsku kirkjunnar, vegsömun heilagra meyja og gerð meyjasagna hér á landi.

Bók þessi er fyrsta bindi í ritröðinni Íslensk trúarrit, sem Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Ritstjórar eru Bergljót S. Kristjánsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Sverrir Tómasson.

Höfundur: Kirsten Wolf bjó til prentunar og skrifaði inngang
Útgáfuár: 2003
ISBN: 9979-9608-5-X
Blaðsíðufjöldi: lxviii+193 bls.