Glæpurinn sem ekki fannst
Hér er um að ræða fyrstu fræðibókina um sögu og þróun íslenskra glæpasagna. Stiklað er á stóru í sögu bókmenntagreinarinnar hérlendis og fjallað um einkenni ólíkra verka. Íslenskar glæpasögur eru bókmenntagrein í örum vexti og hér er óvæntu ljósi varpað á marga skemmtilega þætti þeirra eins og banvænu rafmagnstekönnuna sem skiptir sköpum í Rafmagnsmorðinu eftir Val Vestan.
Glæpurinn sem ekki fannst er byggð á BA-ritgerð höfundar og er 4. bindi í ritröðinni Ung fræði.
Katrín Jakobsdóttir lauk BA-prófi í íslensku með frönsku sem aukagrein haustið 1999. Hún var ritstjóri Stúdentablaðsins veturinn 2000-2001 en stundaði framhaldsnám í íslenskum bókmenntum þegar bókin kom út.
Höfundur: Katrín Jakobsdóttir
Útgáfuár: 2001
ISBN: 9979-54-432-5
Blaðsíðufjöldi: 99