Fuglar á ferð

Fuglar á ferð er flokkur tíu erinda sem flutt voru um Thor Vilhjálmsson, skáldskap hans og listfræði, á þingi Félags áhugamanna um bókmenntir vorið 1995. Þau fjalla um höfundarferil Thors frá ýmsum sjónarhornum og opna sýn inn í fjölbreytileika verka hans og mikilvægi í íslenskri bókmennta- og menningarsögu.

Höfundar eru: Aðalsteinn Ingólfsson, Ástráður Eysteinsson, Eysteinn Þorvaldsson, Friðrik Rafnsson, Kristján Jóhann Jónsson, Ragnhildur Richter, Sigurður Pálsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Þorleifur Hauksson og Þröstur Helgason.

Höfundur: Helga Kress sá um útgáfuna
Útgáfuár: 1995
ISBN: 9979-54-114-8
Blaðsíðufjöldi: 115