Fimmtíu heilagar hugvekjur eftir Johann Gerhard

Hugvekjur Gerhards voru eitt helsta guðræknisrit lútherskrar kristni á 17. öld. Þær komu fyrst út í Þýskalandi árið 1606 og náðu brátt mikilli útbreiðslu.

Þær voru þýddar á mörg tungumál og er íslenska áttunda tungumálið sem þær voru þýddar á. Þær komu fyrst út hér á landi árið 1630 og átta sinnum eftir það, síðast 1774. Að auki eru þær til í nokkrum handritum. Gerhardshugvekjur hafa haft mikil áhrif á trúarleg viðhorf Íslendinga og m.a. eru augljós áhrif hans á Hallgrím Pétursson.

Höfundur: Johann Gerhard
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
Formáli: Einar Sigurbjörnsson
Ritstjórar: Ásdís Egilsdóttir og Guðrún Nordal
Útgefandi: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Guðfræðistofnun Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan
ISBN: 9979-54-616-6
Blaðsíðufjöldi: 300