Fagurfræði og miðlun

Fagurfræði og miðlun eftir Walter Benjamin (1892–1940) gefur mynd af margþættu höfundarverki eins merkasta menningargagnrýnanda 20. aldar.

Í þessu safni ritgerða og hugleiðinga kemur höfundurinn víða við og fjallar jafnt um kvikmyndir, málverk, bækur og tímarit, útvarp, tungumál, ljósmyndir, frímerki, jurtir og rithandarfræði.

Útkoman er tvístruð heildarmynd evrópskrar nútímamenningar, þar sem sjónum er oft beint á óvæntan hátt að fyrirbærum hversdagslífsins. Í sviptingasamri greiningu tekst Benjamin á við áleitnar spurningar sem varða samband þekkingar, reynslu og skynjunar – sögu, samtíma og framtíðar.

Aðalþýðandi: Benedikt Hjartarson

Ritstjóri: Ástráður Eysteinsson