The Ethics of Empire in the Saga of Alexander the Great
Í The Ethics of Empire er Alexanders saga, sem Brandur Jónsson ábóti og síðar Hólabiskup þýddi, borin saman við frumtextann, kvæðið Alexandreis eftir Galterus.
Í bókinni er sjónum beint að áherslum og aðlögunum þýðandans, einkum í þeim köflum sem fjalla um völd og yfirráð yfir þjóðum. Þetta er áhugavert í ljósi þess að Brandur Jónsson var í Noregi 1262–1263 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og hefur líklega þýtt söguna þá.
Halldór Laxness sá um alþýðlega útgáfu Alexanders sögu árið 1945. Í formála bókarinnar segir Halldór: „Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi.“
Höfundur er David Ashurst.
Ritið er hið 61. í ritröðinni Studia Islandica.
Útgefandi er Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan
ISBN 978 9979 54 861 4