Bjarni Thorarensen. Ljóðmæli. Úrval

Bjarni Thorarensen. Ljóðmæli: Úrval. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar.

Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður. Reykjavík 1976. 198 bls.

Í öllum nýjum útgáfum á ljóðum Bjarna Thorarensens (þ.á m. útg. Jóns Helgasonar, Ljóðmæli I-II Kaupmannahöfn 1935 og útg. Kristjáns Karlssonar í Íslenskum úrvalsritum Menningarsjóðs 1954) er kvæðunum raðað í aldursröð. Hér hefur verið horfið að því ráði að raða þeim í efnisflokka en innan hvers flokks er þeim skipað eftir aldri og ævinlega stuðst við niðurstöður Jóns Helgasonar.

Að mörgu öðru leyti hefur þetta verk notið góðs af útgáfu Jóns Helgasonar. Texti kvæðanna er að langmestu leyti þangað sóttur og hefur aðeins stöku sinnum verið skyggnst í handrit og myndir af handritum til frekari glöggvunar. Þá er t.a.m. stuðst við könnun Jóns á þeim bréfum Bjarna sem ekki hafa enn verið gefin út.

Höfundur: Bjarni Thorarensen

Útgáfuár: 1976

ISBN: 9979-54-358-2

Blaðsíðufjöldi: 198